Færsluflokkur: Matur og drykkur

Síðbúið blogg

Erm...ok það er búið að vera ansi mikið að gera. Og þegar ekki hefur verið mikið að gera hef ég þurft að sinna hárinu mínu, lakka táneglurnar, stoppa í sokka (not!) Alla vega að sinna vinnu og útliti og barni og öllu og horfa svo á House þætti í flotta sjónvarpinu sem Alan dúlla kom með frá Danmörku!

Alla vega: Búið að vera fáránlega erfitt. Ég á svo erfitt með að díla við allt nýtt. Nýja vini, nýjan síma, nýtt símakort, nýjan skóla, nýja íbúð o.s.frv. þannig að ég hef verið smá out of it...skreið inn í skelina mína og var þar, borðandi rauðrófur. Sem eru BARA góðar. Jóhanna Lind vinkona mín gaf mér fyrir mörgum árum indælis uppskrift frá Ömmu sinni sem innheldur rifna rauðrófu, rifið epli og þeyttan rjóma. Ég breytti því í sýrðan rjóma og þá er mann kominn með gúmmulaði sem er gott með öllu! Svo bakar maður líka rófurnar, og ber þær fram í salati með dökkum blöðum, geitarosti og ristuðum furuhnetum! Ammi namm.

 Alla vega: Ísold enn ekki komin í skóla, við ekki enn komnar í nýja og stærri íbúð en erum búnar að vera að vinna í vinahóp og það gengur vel. Eva, Pontus og Michael úr háskólanum eru æði. Búin að taka bröns með þeim, Markku finnski efnafræðingurinn og dóttir hans eru líka æði og Erik hinn sænski eru nokkurn veginn stólparnir enn sem komið er. Jú og Baldur Braga ljósmyndari sem við Alan heimsóttum á sveitabæinn hans. Svo kom Óskar þegar Alan var í heimsókn sem gerði þá helgi að heljarinnar sleepover! Sérstaklega því Alan neitaði að sofa í stofunni með Óskari (homophobic as hell) - Ísold neitaði að gefa upp rúmið...sem er erfitt í íbúð sem er 1 og 1/2 herbergi... en við náðum að koma öllum fyrir. Að sjálfsögðu Amerískur morgunmatur, eins og alltaf um helgar á þessu heimili. Ef einhver vill er ég með stórgóða uppskrift að Amerískum pönnukökum sem eru með höfrum og púðursykri - mjög vinsælar.

Annað - hmmm ég hef verið, eins og ég segi, í einhverri skel, bara að fást við hvern dag eins og hann kemur. En mér líkar Svíþjóð. Stórlíkar flest hérna. Og Ísold virðist ánægð. Ég sakna vinanna að heiman og vildi óska að ég gæti flutt þau öll hingað út!

Blogga meira síðar - eftir viku tops!

 


Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband