This time in English

So after some questions about my blogg I decided to write it in English. Although I'm not sure my simple life warrants a larger group of readers. Perhaps the promblem is that the ones reading this know me either too well or too little. But here goes:

Isold and I have had a fun week. We've been exploring more of Uppsala, as her school starts next week. So the first days we explored the movies with Pipp langstrump. Then after we became totally sick of the livingroom and ourselves so we ventured out. Friday we went to the University museum and looked at the autopsy room. It is soooo cool. It circular, very old, and the audience had to stand while they watched the professor chop up people... and as there was no one around, we re-inacted the whole thing. Isold was the dead body and I was the professor. We also  saw mummies.

Then we had dinner at Eva's and as she is an amazing cook we ate and ate and ate...and then we acted the Mahnahmanah scetch! 

Saturday was crazy. We got up early - went to Carolinas and went with her and her dog for a long walk. Rushed home to get brunch ready as Markku and his daughter Marika were coming over. The oatmeal pancakes were of course on the menu. I'm getting the nagging feeling that absolutely no one likes them but me. But as I'm the one making them it really doesn't matter. So I'll keep on making them and allow everyone else to stuff themselves with the bacon and eggs instead. Although I think Michael the spruce guy liked them but as he's English one never knows. He might just have been horribly polite. Or not. After brunch we had to get ready for an English speaking meeting at the secret society and after that McDonalds and then another secret meeting! Isold was such a camper through all this. I'm so impressed with her strenght and patience.

Sunday was crazy! We didn't think we'd be doing anything. But my friend Max and I could not get the thought of stretching pennies on the railrode of our minds. So we decided that today was the day. We packed lunch and went to old Uppsala, where they have unguarded railtracks and placed coins on the tracks. The train came sooner than expected so we had to hurry. It whooshed by and we were totally happy that this experiement had not derailed it... although we had been relatively sure it wouldn't. The hard part is finding the coins afterwards. Groaping around in the gravel we found our coins beautifully streched! The Norwegian one's were funky! The Icelandic Kronas were sturdier...an adjective not associated with the Icelandic krona for a while!

We then went for a walk, looked at an ancient church and went for coffee. Met friends of Maxes and they joined us for the walk. Isold started playing the game of "we can not touch snow". So for an hour that's what we did - using even branches and laying them strategically on the ground. We played hide and seek in the woods (this is with Max, someone we've known for a few days and his friends we were meeting for the first time today). After what felt like hours we went home, and Max and one friend joined us and had pancakes and ice cream and did again our favorite scetch of mahnahmanah...the guys were totally into this. Next time I will record this and put it on Youtube...promise!

Then Alan landed so our place will be crowded again for a few weeks. Next sunday will be brunch again and I'm so happy to realize that I now have more friends than days in the weekend so it looks like our brunch tradition is here to stay! Along with the oatmeal pancakes. 

I love this town. Right now. Tomorrow I'll probably hate it. I planned to write a few recipes here and some spiritual stuff as well but I'm neither hungry nor spiritual tonight so I'm afraid this will only be a bare description of a single moms life in a new town. Tomorrow I'll have to subject Isold to another day at my lab, with hopefully a course in the coalescent theory. She takes excellent notes!


Síðbúið blogg

Erm...ok það er búið að vera ansi mikið að gera. Og þegar ekki hefur verið mikið að gera hef ég þurft að sinna hárinu mínu, lakka táneglurnar, stoppa í sokka (not!) Alla vega að sinna vinnu og útliti og barni og öllu og horfa svo á House þætti í flotta sjónvarpinu sem Alan dúlla kom með frá Danmörku!

Alla vega: Búið að vera fáránlega erfitt. Ég á svo erfitt með að díla við allt nýtt. Nýja vini, nýjan síma, nýtt símakort, nýjan skóla, nýja íbúð o.s.frv. þannig að ég hef verið smá out of it...skreið inn í skelina mína og var þar, borðandi rauðrófur. Sem eru BARA góðar. Jóhanna Lind vinkona mín gaf mér fyrir mörgum árum indælis uppskrift frá Ömmu sinni sem innheldur rifna rauðrófu, rifið epli og þeyttan rjóma. Ég breytti því í sýrðan rjóma og þá er mann kominn með gúmmulaði sem er gott með öllu! Svo bakar maður líka rófurnar, og ber þær fram í salati með dökkum blöðum, geitarosti og ristuðum furuhnetum! Ammi namm.

 Alla vega: Ísold enn ekki komin í skóla, við ekki enn komnar í nýja og stærri íbúð en erum búnar að vera að vinna í vinahóp og það gengur vel. Eva, Pontus og Michael úr háskólanum eru æði. Búin að taka bröns með þeim, Markku finnski efnafræðingurinn og dóttir hans eru líka æði og Erik hinn sænski eru nokkurn veginn stólparnir enn sem komið er. Jú og Baldur Braga ljósmyndari sem við Alan heimsóttum á sveitabæinn hans. Svo kom Óskar þegar Alan var í heimsókn sem gerði þá helgi að heljarinnar sleepover! Sérstaklega því Alan neitaði að sofa í stofunni með Óskari (homophobic as hell) - Ísold neitaði að gefa upp rúmið...sem er erfitt í íbúð sem er 1 og 1/2 herbergi... en við náðum að koma öllum fyrir. Að sjálfsögðu Amerískur morgunmatur, eins og alltaf um helgar á þessu heimili. Ef einhver vill er ég með stórgóða uppskrift að Amerískum pönnukökum sem eru með höfrum og púðursykri - mjög vinsælar.

Annað - hmmm ég hef verið, eins og ég segi, í einhverri skel, bara að fást við hvern dag eins og hann kemur. En mér líkar Svíþjóð. Stórlíkar flest hérna. Og Ísold virðist ánægð. Ég sakna vinanna að heiman og vildi óska að ég gæti flutt þau öll hingað út!

Blogga meira síðar - eftir viku tops!

 


Þögul mótmæli! Íslendingar sýna sitt sanna eðli!

Ég sit hér í Svíþjóð full aðdáunar og stolti yfir hinum íslensku mótmælendum...sem ég vona að flokkist undir meirhluta þjóðarinnar.  Meðan jarðaför stendur yfir í dómkirkjunni standa mótmælendur þöglir sem gröfin. Það heyrist ekki múkk í þessum mannfjölda, sem sýnir þar með samúð sína og hluttekningu með aðstandendum hins látna og sanna einnig að hér er enginn skríll á ferð! Ef ég hefði ekki þegar áhyggjur af því hvað nágrannar mínir halda um þessa konu sem reykir úti á náttfötunum nótt sem nýtan dag með kaffibolla og talar við sjálfa sig (er í raun að syngja lágt með æpoddinum) þá mundi ég berja hér potta og pönnur til að sýna samstöðu mína!!!!

Mér þykir óþægilegt að vera ekki á Íslandi núna. Það er allt að gerast og ég þykist nokkuð viss að við mæðgur hefðum unað okkur vel berjandi á potta og pönnur með hinum "skrílnum". Þó var ég nokkuð hugsi yfir þessum mótmælum í gær.

Ég sit hér og les fréttir á mbl og vísi meðan ég á að vera að klára masterritgerð. Fékk mail frá Agnari þar sem hann spurði hvenær hann fengi næst sent efni... (útleggst: hvar í andskotanum eru þessir bölvuðu kaflar sem ég þarf að lesa yfir áður en þú getur útskrifast svo ég verði loksins laus við þig og þessa helvítis Inuita). En sit í staðin og horfi á bifreið Geirs H. sem tímabundið var breytt í eggjaköku. Les hugleiðingar um fallna stjórn og er að velta fyrir mér að þótt ég verði manna fegnust að losna við feðraveldis-Geir úr forsætinu (mér líkar ekki hvernig að segir aldrei við...heldur almenningur...mér líkar heldur ekki að hann svari alltaf með þjósti...það er líkt og þessi mál komi okkur ekki við....?) En hverjir taka við? Hverjir geta tekið við?

Ég hef verið hugsi yfir fleiru en mótmælunum. Ég er svo þakklát vinum mínum fyrir að vera svona nálægir á MSN og feisbúkk þessa dagana. Þegar ég hef tíma til að líta upp, þá rennur upp fyrir mér að ég er ein í nýrri borg. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi, ást og hlýju að heiman. Hey - við sem ekki drekkum megum vera væmin all the time! Því við komumst ekki á trúnó með reglulegu millibili eins og þið hin. En undanfarna daga hef ég virkilega þurft á vinum að halda og ég er snortin yfir fallegum orðum og umhyggju ykkar. Sérstaklega er ég þakklát fyrir að þekkja bæði A og B manneskur og get því setið hér nokkurn veginn allan sólarhringinn (sem ég geri, Agnar, alveg satt!!!) með reglubundin vaktaskipti á MSN-inu...þegar einn hópur fer að sofa, tekur annar við.

Ég á líka bestu foreldra í heimi. Já væmninni er langt í frá lokið, sorrý Egill....þú verður bara að skippa yfir þennan hluta....það er að segja ef þú lest bloggið mitt (ef þú gerir það ekki verð ég óggslega foj!) Ég hef undanfarna mánuði búið með dóttur minni hjá þeim og þau hafa stutt mig í hvívetna - í ráðum og dáðum. Mamma hefur staðið við og eldað forláta bygggraut handa dóttur sinni, þvegið og STRAUJAÐ þvottinn minn, varið endalausum tíma í að hvetja mig áfram með nokkrum símtölum á dag - og þetta gerir þessi magnaða kona með vinstri því hún er að berjast við andstyggðar aukaverkanir krabbameinslyfja....!  Pabbi tók við öllum hlutum er tengdust Ísoldu og hefur varið mörgum mánuðum í ótrúlegan stuðning við okkur mæðgur. það er ótrúlegt hvað hann faðir minn er stór maður í umhyggu sinni ... og móðir mín líka. Hvernig endurgeldur maður svona ást?

Nú ætla ég að skrifa. Hysja upp um mig gráu innibuxurnar - laga hnéháu ullarsokkana sem ég keypti á Grænlandi í sumar og skrifa. Ég ætla að fara yfir öll p-gildi allra Fst analýsa minna því Agnar benti mér á að fjöldi stiga í MCMC similatornum eru ekki nærri nógu margir. Og vonandi fer þessu að ljúka svo ég komist í fríið mitt til Grænlands og nái smá hvíld áður en ég helli mér á fullu í samrunakenningar og undirbúning umfjöllunar um erfðasögu forn-evrópubúa.

Svo ég vitni í Geir Hinn Grama: Guð blessi Ísland....og okkur öll. (Þau ykkar sem eruð aþíistar eða agnosticerar...þá megið þið setja "æðri mátt" í stað Guðs ..eða eyðu...það er ekkert mál (en samt ekki hvað sem er því það væri fáránlegt (hversu marga sviga inni í sviga má maður hafa?)))


Of-bloggun?

Það snjóar í Svíþjóð. Fallegur snjór. Maður býst við Emil í Kattholti á hverri mínútu hlaupandi undan öskrandi föður sínum í þessari sænsku paradís. Nei - er ekki full!

Annar fundur í deild hinnar fornu erfðafræði við Uppsalaháskóla. Ég er sífellt spenntari og spenntari! Er að skrá mig í kúrs um samrunakenninguna og margir aðrir magakítlandi spennandi kúrsar framundan. Leiðbeinandinn minn var leiðastur yfir því að Angar gæti ekki komið sem gestafyrirlesari í þeim kúrsi. Þrátt fyrir mikinn vilja er honum einfaldlega fyrirmunað að bera fram nafn Agnars Helgasonar, leiðbeinanda míns frá Íslandi.

Það var móttaka í deild líffræðilegrar þróunarfræði seinni partinn. Tveir fyrirlestrar á sænsku, sofnaði yfir öðrum þeirra, og einn á ensku sem var ótrúlega spennandi um slímsníglaömbudæmi! Ég veit!!! Hvað gæti verið meira spennó??? Við erum að tala um ömbur sem eru einnar-frumu gellur alla jafna nema þegar fæðuskortur er í gangi. Þá safnast þær saman í hundraðavís og forma eina, fjölfrymis-líffveru! Með verkaskiptingu, "heilastarfsemi" og öllu! Þaðan mynda þær slímblöðru á stilki sem lítur út eins og japanskt blóm ... þvílík fegurð í náttúrunni. Og ég sem hélt að eitthvað sem hefði nafnið slím-ömbu-snigill gæti ekki verið heillandi! Ég veit þið eruð sammála mér.

Baunasúpa i matinn - jájá, Svíar hafa þessa fínu baunasúpu í plasrúllum sem er jú ágætismatur! Það eina sem er að þessa dagana er að bökunarmótin mín eru fallega innpökkuð af englinum henni Júlíu heima hjá foreldrum mínum. Því mig langar til að baka. Er það ekki það fyrsta sem maður gerir á nýjum stað? Ber inn salt og biblíuna....og bakar svo gæfu í húsið? En fyrst það var ekki hægt þá skapa ég bara mína eigin gæfu með Guðs hjálp og góðra manna!

Gangi ykkur öllum vel á morgun. Mér skilst það sé heljarinnar húllumhæ í mótmælum og ég vona að sem flestir mæti. Ég skrifa ekki undir þessa stefnu stjórnvalda að ástandið hafi verið okkur öllum að kenna....mér þykir það eitthvað skrýtið því ég var á strætó í góðærinu....og sé ekki hvernig ég geti borið neina ábyrgð á milljarða sukki heimskra hvítra karla....en ég skal taka það á mig að hafa sofnað á verðinum. Kannski það sé lexía sem við lærum nú.


Svíþjóð - 12 stig!

Ég er að velta fyrir mér hvort bloggarar eigi almennt auðvelt með að skifa almennt um daglegt líf sitt? Því eins og flest ykkar vitið á ég afar erfitt með að halda hlutunum á ópersónulegum nótum. Ég einfaldlega nenni því ekki. Þar sem lífið er frekar stutt þá sé ég engan tilgang með því að ræða yfirborðslega um daginn og veginn því það rænir mig samræðum sem ég gæti haft um dýpri hluti, eins og stráka og skó og þessháttar. Þið vitið, hluti sem skipta máli.

Þannig að í kvöld verður þessi bloggfærsla annað hvort allt of stutt....eða ég opna mig fyrir lesendum mínum (öllum þremur (takk Íris)) og græt hástöfum með hori og öllu saman. Því þannig líður mér í kvöld.

Helgin er búin að vera svo fín. Erik vinur minn fór með mig í heljarinnar IKEA leiðangur og náði á einhvern undrahátt að breyta litlu ógó íbúðinni minni í kósý hreiður sem hverri konu liði vel í. Það eru kerti út um allt (og ekki bara sprittkerti!) og baðherbergið mitt breyttist frá því að vera frystihúsaleg kuldakompa í algert Innlit útlit baðherbergi fjármagnað með myntkörfuláni. Ég náði að versla nauðsynjavörur eins og kaffi, dæet kók og tannkrem og gat að því loknu farið í lúxusvörur eins og mat!!!

En í kvöld er hugur minn hjá skottunni minni sem er alla leið á Tailandi. Draugar fortíðar virðast einnig eiga greiða leið að mér í kvöld og ég hef ekki orku í að hrekja þá burt. Bah - óttalega dramatískt er þetta hjá mér! Næst er það svart naglalakk, svört augnmálning og Emo - ef ekki Goth tónlist. Svona - búið!

Eitt sem mig langar að deila með ykkur sem eruð að hugleiða að heimsækja Svíþjóð. Þetta hef ég reynt sjálf í mínu sjóaða lífi sem Svíagestur: Það virðist vera í lagi að tala við sjálfan sig fyrir framan mjólkurkælinn úti í búð, hér í Svíþjóð. Það er hins vegar EKKI í lagi að fara á mikka mús náttbuxunum út í sömu búðina því þá fyrst fer fólk að horfa...og benda.

Þar til næst....O


Nýr dagur, nýtt blogg

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar, Þórey og Júlía...ég var óviss hvort nokkur læsi þetta og því held ég ótrauð áfram!

Ég gleymdi hleðslutækinu mínu fyrir símann heima. Get því ekki stillt neina vekjaraklukku. Því missti ég af doktorsvörn við deildina mína í morgun, en náði á fund ancient DNA deildarinnar í staðinn. Of seint. Ef prófessorinn minn væri ekki soddan öðlingur þá held ég að hann mundi senda mig heim. Ég tók samt ótrauð þátt í fundinum og taldi þau taka athugasemdum mínum fagnandi, því glöggt er jú gestsaugað! Þeim leist ekkert á að nota laser við að bora gegnum gömul bein, og hugmyndir mínar um raðgreiningu 20 þúsund ára gamalla beina vakti heldur enga hrifningu. Nýtt plan: mæta á fundina og þegja! Ég fæ ekki light saber og prófessorinn minn sagði mér að ég gæti ekki kallað mig Obi Wan því búningur minn á labbanum yrði hvítur, ekki brúnn...ég stakk þá upp á svörtu og bað hann að kalla mig Darth V. og hann svaraði ekki. Is it just me....?

Ég var samt ótrúlega ánægð með fundinn, því ég skildi flest orðin sem þau notuðu og sofnaði bara einu sinni! Það var þegar þau misstu sig í lausn á vanda einnar stúlkunnar sem er að reyna að kreista nothæft erfðaefni úr fornum beljubeinum. Mér þóttu gömul beljubein það óspennandi að ég ákvað að detta út. Ég hefði algerlega komist upp með það ef ég hefði ekki gleymt að kyngja síðasta kaffisopanum sem ég tók sem gerði það að verkum að ég vaknaði þegar hann frussaðist út úr mér. Ég held ég geti með sanni sagt að ég fari ekkert á milli mála þarna!

 Sit við og skrifa þess á milli. Er að klára ritgerðina og langar að sofa heila helgi. En....er að fá heimsókn frá sænskum vini mínum á morgun sem ætlar að laga íbúðina mína, elda með mér og chilla fram eftir kvöldi! Kúl. Júlía -  þú þarft að koma. Hinn pakkinn sprakk og þú þarft að laga!!!

Búin að eignast vinkonu í deildinni sem horfir á StarTrek og er ferlega skemmtileg! Ég ætla að vingast við pinnagaurinn því hann væri svo yndislegur í safn mitt af sérstökum vinum (eh þau ykkar sem lesið þetta....þessi lína á ALLS ekki við um ykkur...ég er að tala um hina vini mína, þið eruð auðvitað totally venjuleg!). Þannig að....1. stefnumótið planað, komin ein vinkona og búin að fara á fund í leynifélaginu sem var frábært! Gott að stimpla sig þar inn.

Nú mun ég vefja mig inn í ull, skjálfa mér til hita og huga að lokum ritgerðar. Ég mun hugsa til ykkar allra og vona að þið hafið það gott.


Fyrsta formlega bloggið

Ég er komin til Svíþjóðar! Komin peningalaus til Svíþjóðar. Komin með bluescreenaða tölvu og peningalaus til Svíþjóðar.

Sem er að sjálfsögðu fínt. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvaðan næsta klósettpappírsrúlla kemur! Í gær þótti mér þetta allt ofur-kjánalegt. Ein í skrýtinni borg (sorrý guys, en Uppsala er skrýtin...Georg Bjarnfreðarsyni leið VEL hérna) og ekki alveg að átta mig á því að næstu 4 árin verð ég hér. Ekki á Íslandi. Þrátt fyrir kreppu, og Geir og Sollu og leiðinda dagskrá á rás eitt þá er það smá bömmer.

 En....skólinn er fínn! ÓMG hvað skólinn er fínn. Prófessorinn fínn, samnemendur fínir (já meira að segja gaurinn með alla pinnana í andlitinu...) og aðstaðan fín. Kaffið er vont samt. Kaffið og maturinn. Kaffið, maturinn og aðstaðan. En allt annað geðveikt!

Íbúðin mín er indæl, kósý og með þennan einstaka sjarma sem flagnað veggfóður og lyktandi skápar gefa.... Einnig er hún rándýr og því greininlega vintage af bestu gerð!

 Ég sé að mitt fyrst blogg er ömurlega leiðinlegt og vona því sannarlega að næsta verði betra! Bömmer því ég hélt ég yrði frábær bloggari. Kannski sökka ég því mér er nokk sama um málefni líðandi stundar...ok - við erum á hausnum....ok-sjáfstæðisflokkurinn er að gera þetta allt illt verra...en hey - við vorum alltaf á hausnum...við bara vissum það ekki (því við létum vera að hlusta á þessa kláru útlendinga sem voru alltaf að segja okkur það) og guess what? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert breyst! Þau hafa verið að klúðra pakkanum heillengi! Við kusum einfaldlega að líta framhjá því og kusum að kjósa þau áfram.

Ég sakna allra heima og sakna mín að heiman.


Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband