Of-bloggun?

Það snjóar í Svíþjóð. Fallegur snjór. Maður býst við Emil í Kattholti á hverri mínútu hlaupandi undan öskrandi föður sínum í þessari sænsku paradís. Nei - er ekki full!

Annar fundur í deild hinnar fornu erfðafræði við Uppsalaháskóla. Ég er sífellt spenntari og spenntari! Er að skrá mig í kúrs um samrunakenninguna og margir aðrir magakítlandi spennandi kúrsar framundan. Leiðbeinandinn minn var leiðastur yfir því að Angar gæti ekki komið sem gestafyrirlesari í þeim kúrsi. Þrátt fyrir mikinn vilja er honum einfaldlega fyrirmunað að bera fram nafn Agnars Helgasonar, leiðbeinanda míns frá Íslandi.

Það var móttaka í deild líffræðilegrar þróunarfræði seinni partinn. Tveir fyrirlestrar á sænsku, sofnaði yfir öðrum þeirra, og einn á ensku sem var ótrúlega spennandi um slímsníglaömbudæmi! Ég veit!!! Hvað gæti verið meira spennó??? Við erum að tala um ömbur sem eru einnar-frumu gellur alla jafna nema þegar fæðuskortur er í gangi. Þá safnast þær saman í hundraðavís og forma eina, fjölfrymis-líffveru! Með verkaskiptingu, "heilastarfsemi" og öllu! Þaðan mynda þær slímblöðru á stilki sem lítur út eins og japanskt blóm ... þvílík fegurð í náttúrunni. Og ég sem hélt að eitthvað sem hefði nafnið slím-ömbu-snigill gæti ekki verið heillandi! Ég veit þið eruð sammála mér.

Baunasúpa i matinn - jájá, Svíar hafa þessa fínu baunasúpu í plasrúllum sem er jú ágætismatur! Það eina sem er að þessa dagana er að bökunarmótin mín eru fallega innpökkuð af englinum henni Júlíu heima hjá foreldrum mínum. Því mig langar til að baka. Er það ekki það fyrsta sem maður gerir á nýjum stað? Ber inn salt og biblíuna....og bakar svo gæfu í húsið? En fyrst það var ekki hægt þá skapa ég bara mína eigin gæfu með Guðs hjálp og góðra manna!

Gangi ykkur öllum vel á morgun. Mér skilst það sé heljarinnar húllumhæ í mótmælum og ég vona að sem flestir mæti. Ég skrifa ekki undir þessa stefnu stjórnvalda að ástandið hafi verið okkur öllum að kenna....mér þykir það eitthvað skrýtið því ég var á strætó í góðærinu....og sé ekki hvernig ég geti borið neina ábyrgð á milljarða sukki heimskra hvítra karla....en ég skal taka það á mig að hafa sofnað á verðinum. Kannski það sé lexía sem við lærum nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hæ sæta.

Frábært að sjá að þú sért farin að blogga og þú byrjar vel. Það verður gaman að fylgjast með þér hérna. Baráttukveðjur til Svíaríkis ;-) Jóhanna Lind

Jóhanna Lind (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:45

2 identicon

ahhaaa...kemur litli pólitíkusinn aftur upp! :) hihi...
Já það var víst nóg um að vera á mótmælunum á Laug. ég komst hinsvegar ekki, var með fyrsta námskeiðið mitt hjá Rauða krossinum. Erum að fara að stað með verkefni sem heitir Vinanet, voða spennandi og því var ég alveg bundin. ég er í vinnunni allan daginn þessa daga því annað kvöld flýg ég norður í jarðaförina og verð fram að sunnudag. ég er því að reyna að komast í gegnum sem flest verkefnin áður en ég fer...og veistu hvað! það er meira að segja drami í mínum verkefnum! alveg sama hvar ég er, þá finnur draminn mig! ;) en nóta bene, ekki tengdur mér að þessu sinni! ;) hehehe...Sem betur fer!! nú þarf ég bara að setja mig í sálfræðistellingarnar og hlusta. Og þetta er svo fjölbreytileg og skemmtileg vinna. I am loving it! :)

sakna þín!!!!!!!
knúsar 

Berglind Rós (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Oddný Ósk Sverrisdóttir

Kæra Jóhanna, gaman að þú skilir kíkja við og takk fyrir fallega kveðju um daginn! Og til hamingju með Breka ;-)

Elsku Berglind. Gangi þér vel fyrir norðan. Ég mun hugsa til þín. Nei - þú ert fædd undir happastjörnu, mannstu og því ert þú ekki bögguð um of af drama ;-)

Oddný Ósk Sverrisdóttir, 20.1.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband