Þögul mótmæli! Íslendingar sýna sitt sanna eðli!

Ég sit hér í Svíþjóð full aðdáunar og stolti yfir hinum íslensku mótmælendum...sem ég vona að flokkist undir meirhluta þjóðarinnar.  Meðan jarðaför stendur yfir í dómkirkjunni standa mótmælendur þöglir sem gröfin. Það heyrist ekki múkk í þessum mannfjölda, sem sýnir þar með samúð sína og hluttekningu með aðstandendum hins látna og sanna einnig að hér er enginn skríll á ferð! Ef ég hefði ekki þegar áhyggjur af því hvað nágrannar mínir halda um þessa konu sem reykir úti á náttfötunum nótt sem nýtan dag með kaffibolla og talar við sjálfa sig (er í raun að syngja lágt með æpoddinum) þá mundi ég berja hér potta og pönnur til að sýna samstöðu mína!!!!

Mér þykir óþægilegt að vera ekki á Íslandi núna. Það er allt að gerast og ég þykist nokkuð viss að við mæðgur hefðum unað okkur vel berjandi á potta og pönnur með hinum "skrílnum". Þó var ég nokkuð hugsi yfir þessum mótmælum í gær.

Ég sit hér og les fréttir á mbl og vísi meðan ég á að vera að klára masterritgerð. Fékk mail frá Agnari þar sem hann spurði hvenær hann fengi næst sent efni... (útleggst: hvar í andskotanum eru þessir bölvuðu kaflar sem ég þarf að lesa yfir áður en þú getur útskrifast svo ég verði loksins laus við þig og þessa helvítis Inuita). En sit í staðin og horfi á bifreið Geirs H. sem tímabundið var breytt í eggjaköku. Les hugleiðingar um fallna stjórn og er að velta fyrir mér að þótt ég verði manna fegnust að losna við feðraveldis-Geir úr forsætinu (mér líkar ekki hvernig að segir aldrei við...heldur almenningur...mér líkar heldur ekki að hann svari alltaf með þjósti...það er líkt og þessi mál komi okkur ekki við....?) En hverjir taka við? Hverjir geta tekið við?

Ég hef verið hugsi yfir fleiru en mótmælunum. Ég er svo þakklát vinum mínum fyrir að vera svona nálægir á MSN og feisbúkk þessa dagana. Þegar ég hef tíma til að líta upp, þá rennur upp fyrir mér að ég er ein í nýrri borg. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi, ást og hlýju að heiman. Hey - við sem ekki drekkum megum vera væmin all the time! Því við komumst ekki á trúnó með reglulegu millibili eins og þið hin. En undanfarna daga hef ég virkilega þurft á vinum að halda og ég er snortin yfir fallegum orðum og umhyggju ykkar. Sérstaklega er ég þakklát fyrir að þekkja bæði A og B manneskur og get því setið hér nokkurn veginn allan sólarhringinn (sem ég geri, Agnar, alveg satt!!!) með reglubundin vaktaskipti á MSN-inu...þegar einn hópur fer að sofa, tekur annar við.

Ég á líka bestu foreldra í heimi. Já væmninni er langt í frá lokið, sorrý Egill....þú verður bara að skippa yfir þennan hluta....það er að segja ef þú lest bloggið mitt (ef þú gerir það ekki verð ég óggslega foj!) Ég hef undanfarna mánuði búið með dóttur minni hjá þeim og þau hafa stutt mig í hvívetna - í ráðum og dáðum. Mamma hefur staðið við og eldað forláta bygggraut handa dóttur sinni, þvegið og STRAUJAÐ þvottinn minn, varið endalausum tíma í að hvetja mig áfram með nokkrum símtölum á dag - og þetta gerir þessi magnaða kona með vinstri því hún er að berjast við andstyggðar aukaverkanir krabbameinslyfja....!  Pabbi tók við öllum hlutum er tengdust Ísoldu og hefur varið mörgum mánuðum í ótrúlegan stuðning við okkur mæðgur. það er ótrúlegt hvað hann faðir minn er stór maður í umhyggu sinni ... og móðir mín líka. Hvernig endurgeldur maður svona ást?

Nú ætla ég að skrifa. Hysja upp um mig gráu innibuxurnar - laga hnéháu ullarsokkana sem ég keypti á Grænlandi í sumar og skrifa. Ég ætla að fara yfir öll p-gildi allra Fst analýsa minna því Agnar benti mér á að fjöldi stiga í MCMC similatornum eru ekki nærri nógu margir. Og vonandi fer þessu að ljúka svo ég komist í fríið mitt til Grænlands og nái smá hvíld áður en ég helli mér á fullu í samrunakenningar og undirbúning umfjöllunar um erfðasögu forn-evrópubúa.

Svo ég vitni í Geir Hinn Grama: Guð blessi Ísland....og okkur öll. (Þau ykkar sem eruð aþíistar eða agnosticerar...þá megið þið setja "æðri mátt" í stað Guðs ..eða eyðu...það er ekkert mál (en samt ekki hvað sem er því það væri fáránlegt (hversu marga sviga inni í sviga má maður hafa?)))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndi!!  Gott að lesa pistla frá þér  Knús knús

P.s. ætla að senda Huldu Kötlu og Ölmu slóðina að blogginu þínu ef þær hafa ekki fundið hana

Þórey (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:47

2 identicon

Hæ skvís

Já, já hún Þórey var að benda mér á bloggið þitt. Gaman að geta fylgst með þér og gott að heyra að allt gangi vel.

Knús og klemm

Hulda Katla (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband