Svíþjóð - 12 stig!

Ég er að velta fyrir mér hvort bloggarar eigi almennt auðvelt með að skifa almennt um daglegt líf sitt? Því eins og flest ykkar vitið á ég afar erfitt með að halda hlutunum á ópersónulegum nótum. Ég einfaldlega nenni því ekki. Þar sem lífið er frekar stutt þá sé ég engan tilgang með því að ræða yfirborðslega um daginn og veginn því það rænir mig samræðum sem ég gæti haft um dýpri hluti, eins og stráka og skó og þessháttar. Þið vitið, hluti sem skipta máli.

Þannig að í kvöld verður þessi bloggfærsla annað hvort allt of stutt....eða ég opna mig fyrir lesendum mínum (öllum þremur (takk Íris)) og græt hástöfum með hori og öllu saman. Því þannig líður mér í kvöld.

Helgin er búin að vera svo fín. Erik vinur minn fór með mig í heljarinnar IKEA leiðangur og náði á einhvern undrahátt að breyta litlu ógó íbúðinni minni í kósý hreiður sem hverri konu liði vel í. Það eru kerti út um allt (og ekki bara sprittkerti!) og baðherbergið mitt breyttist frá því að vera frystihúsaleg kuldakompa í algert Innlit útlit baðherbergi fjármagnað með myntkörfuláni. Ég náði að versla nauðsynjavörur eins og kaffi, dæet kók og tannkrem og gat að því loknu farið í lúxusvörur eins og mat!!!

En í kvöld er hugur minn hjá skottunni minni sem er alla leið á Tailandi. Draugar fortíðar virðast einnig eiga greiða leið að mér í kvöld og ég hef ekki orku í að hrekja þá burt. Bah - óttalega dramatískt er þetta hjá mér! Næst er það svart naglalakk, svört augnmálning og Emo - ef ekki Goth tónlist. Svona - búið!

Eitt sem mig langar að deila með ykkur sem eruð að hugleiða að heimsækja Svíþjóð. Þetta hef ég reynt sjálf í mínu sjóaða lífi sem Svíagestur: Það virðist vera í lagi að tala við sjálfan sig fyrir framan mjólkurkælinn úti í búð, hér í Svíþjóð. Það er hins vegar EKKI í lagi að fara á mikka mús náttbuxunum út í sömu búðina því þá fyrst fer fólk að horfa...og benda.

Þar til næst....O


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband