Nýr dagur, nýtt blogg

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar, Þórey og Júlía...ég var óviss hvort nokkur læsi þetta og því held ég ótrauð áfram!

Ég gleymdi hleðslutækinu mínu fyrir símann heima. Get því ekki stillt neina vekjaraklukku. Því missti ég af doktorsvörn við deildina mína í morgun, en náði á fund ancient DNA deildarinnar í staðinn. Of seint. Ef prófessorinn minn væri ekki soddan öðlingur þá held ég að hann mundi senda mig heim. Ég tók samt ótrauð þátt í fundinum og taldi þau taka athugasemdum mínum fagnandi, því glöggt er jú gestsaugað! Þeim leist ekkert á að nota laser við að bora gegnum gömul bein, og hugmyndir mínar um raðgreiningu 20 þúsund ára gamalla beina vakti heldur enga hrifningu. Nýtt plan: mæta á fundina og þegja! Ég fæ ekki light saber og prófessorinn minn sagði mér að ég gæti ekki kallað mig Obi Wan því búningur minn á labbanum yrði hvítur, ekki brúnn...ég stakk þá upp á svörtu og bað hann að kalla mig Darth V. og hann svaraði ekki. Is it just me....?

Ég var samt ótrúlega ánægð með fundinn, því ég skildi flest orðin sem þau notuðu og sofnaði bara einu sinni! Það var þegar þau misstu sig í lausn á vanda einnar stúlkunnar sem er að reyna að kreista nothæft erfðaefni úr fornum beljubeinum. Mér þóttu gömul beljubein það óspennandi að ég ákvað að detta út. Ég hefði algerlega komist upp með það ef ég hefði ekki gleymt að kyngja síðasta kaffisopanum sem ég tók sem gerði það að verkum að ég vaknaði þegar hann frussaðist út úr mér. Ég held ég geti með sanni sagt að ég fari ekkert á milli mála þarna!

 Sit við og skrifa þess á milli. Er að klára ritgerðina og langar að sofa heila helgi. En....er að fá heimsókn frá sænskum vini mínum á morgun sem ætlar að laga íbúðina mína, elda með mér og chilla fram eftir kvöldi! Kúl. Júlía -  þú þarft að koma. Hinn pakkinn sprakk og þú þarft að laga!!!

Búin að eignast vinkonu í deildinni sem horfir á StarTrek og er ferlega skemmtileg! Ég ætla að vingast við pinnagaurinn því hann væri svo yndislegur í safn mitt af sérstökum vinum (eh þau ykkar sem lesið þetta....þessi lína á ALLS ekki við um ykkur...ég er að tala um hina vini mína, þið eruð auðvitað totally venjuleg!). Þannig að....1. stefnumótið planað, komin ein vinkona og búin að fara á fund í leynifélaginu sem var frábært! Gott að stimpla sig þar inn.

Nú mun ég vefja mig inn í ull, skjálfa mér til hita og huga að lokum ritgerðar. Ég mun hugsa til ykkar allra og vona að þið hafið það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá þér mín kæra að blogga. Ég ætla alltaf að lesa - bara svo það sé á hreinu. Gott að allt heyra að allt sé í góðu...þetta með íbúðina og peningana er bara smá bögg sem lagast :) Missjú sætamús.

Íris (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:19

2 identicon

Muhahahahahah!! helvíti er gaman að sjá hversu góður penni þú ert Oddný. ég er að skemmta mér þrælvel við að lesa þetta og skelli uppúr hérna í vinnunni. það er farið að líta hornauga til mín og því ætla ég að reyna að lesa næstu færslu í aðeins meira hljóði! ;) p.s. ég hlýt að vera ein af þessum ,,venjulegum" vinum þínum, kann ekki einu sinni að gera ,,the sign" sama hvað ég reyni! ;)

Berglind Rós (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Oddný Ósk Sverrisdóttir

Aw takk, Berglind! Og þú mundir seint flokkast undir "pinna vini mína" ;-)  en þurfum að æfa þetta með signið!

Oddný Ósk Sverrisdóttir, 20.1.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband