Fyrsta formlega bloggið

Ég er komin til Svíþjóðar! Komin peningalaus til Svíþjóðar. Komin með bluescreenaða tölvu og peningalaus til Svíþjóðar.

Sem er að sjálfsögðu fínt. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvaðan næsta klósettpappírsrúlla kemur! Í gær þótti mér þetta allt ofur-kjánalegt. Ein í skrýtinni borg (sorrý guys, en Uppsala er skrýtin...Georg Bjarnfreðarsyni leið VEL hérna) og ekki alveg að átta mig á því að næstu 4 árin verð ég hér. Ekki á Íslandi. Þrátt fyrir kreppu, og Geir og Sollu og leiðinda dagskrá á rás eitt þá er það smá bömmer.

 En....skólinn er fínn! ÓMG hvað skólinn er fínn. Prófessorinn fínn, samnemendur fínir (já meira að segja gaurinn með alla pinnana í andlitinu...) og aðstaðan fín. Kaffið er vont samt. Kaffið og maturinn. Kaffið, maturinn og aðstaðan. En allt annað geðveikt!

Íbúðin mín er indæl, kósý og með þennan einstaka sjarma sem flagnað veggfóður og lyktandi skápar gefa.... Einnig er hún rándýr og því greininlega vintage af bestu gerð!

 Ég sé að mitt fyrst blogg er ömurlega leiðinlegt og vona því sannarlega að næsta verði betra! Bömmer því ég hélt ég yrði frábær bloggari. Kannski sökka ég því mér er nokk sama um málefni líðandi stundar...ok - við erum á hausnum....ok-sjáfstæðisflokkurinn er að gera þetta allt illt verra...en hey - við vorum alltaf á hausnum...við bara vissum það ekki (því við létum vera að hlusta á þessa kláru útlendinga sem voru alltaf að segja okkur það) og guess what? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert breyst! Þau hafa verið að klúðra pakkanum heillengi! Við kusum einfaldlega að líta framhjá því og kusum að kjósa þau áfram.

Ég sakna allra heima og sakna mín að heiman.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júhú - mikið er ég nú glöð að þú ætlir að blogga um ævintýri því í Svíalandi :-)

En.... peningalaus???  Hljómar alvarlegra en almenn blankheit....

Þórey (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Oddný Ósk Sverrisdóttir

Takk fyrir síðast, mín kæra! Vinkona mín lánaði mér fyrir 1. mánaðarleigunni og vinur minn keypti fyrir mig flugfarið en indælis fólkið (bölvaðar tíkurnar) hjá Flugleiðum sáu sér ekki fært að senda mér gíróseðil fyrir yfirvigt og því neyddist ég til að greiða allt mitt í það. En þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af! Kemst af og málin eru að leysast.

Oddný Ósk Sverrisdóttir, 16.1.2009 kl. 00:20

3 identicon

Frábært að þú ætlir að blogga, þó ég viti að það komi nú ekki allt fram hérna!! Það tilheyrir að hafa illa lyktandi skápa í fyrstu íbúð á nýjum stað.

Sakna þín ...

Júlía G (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:40

4 identicon

Er svolítið sein að koma með athugasemd á fyrsta blogg. helvíti dugleg ertu og ánægð með þig að hafa hent þessu upp strax! :) En hvað meinaru að þú hafir ekki áhuga á málefni líðandi stundar?? ég sé ekki betur en að síðusta málsgreinin hafi akkúrat farið í málefni líðandi stundar! ;) kemur á óvart stundum þegar litli pólitíkusinn í manni kíkir út!

stendur þig vel snillingur. keep on going! :)

Berglind Rós (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddný Ósk Sverrisdóttir

Höfundur

Oddný Ósk Sverrisdóttir
Oddný Ósk Sverrisdóttir
Höfundur er doktorsnemi í Svíþjóð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband